Episodes
Episodes



Monday Jun 17, 2024
Monday Jun 17, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli býsnast yfir veðrinu að íslenskum sið, áður en þeir láta sig dagdreyma um suðrænar slóðir. Kristján Atli spyr hvort og hvenær sé rétt að sniðganga listamenn með vafasamar skoðanir á meðan Eyvindur færir rök fyrir mikilvægi bergmálshella. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday Jun 10, 2024
Monday Jun 10, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða nýafstaðnar forsetakosningar. Kristján Atli kvabbar um fúsk í dagskrá stórra viðburða á sama degi hérlendis, Eyvindur spyr hvort lifandi tónlistarmenning sé á undanhaldi í Reykjavík. Þá ræða þeir Hringadróttinssögu og hljómsveitarnafn þáttarins.



Monday Jun 03, 2024
Monday Jun 03, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli kveðja rithöfundinn Paul Auster sem lést á dögunum og ræða um listamenn sem verða nánir vinir okkar í gegnum listina. Eyvindur útskýrir nýjasta hneykslismálið í leiknum Assassin's Creed og hvers vegna GamerBros eru brjálaðir, Kristján Atli spyr hvers vegna við förum ekki öll oftar í sund á Íslandi. Eyvindur veltir fyrir sér veganisma og spyr hvort okkur beri siðferðisleg skylda til að vera vegan. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday May 27, 2024
Monday May 27, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli kryfja Sögu þernunnar og velta fyrir sér hvort hún sé skáldskapur eða spádómur. Kristján Atli færir rök fyrir því að íþróttaunnendur eigi undir högg að sækja í samfélaginu. Þeir velta fyrir sér misvísandi merkingum í IKEA og annars konar falsfréttum og Eyvindur segir skoðanir sínar á góðu og slæmu nýyrði. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.



Monday May 20, 2024
1.06 - iPad auglýsingin, kynjaveislur, krydduð karlmennska og siðlaus hegðun
Monday May 20, 2024
Monday May 20, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli kryfja umdeilda nýlega auglýsingu Apple fyrir iPad-spjaldtölvur. Þeir ræða hvort kynjaveislur eiga rétt á sér eða ekki. Eyvindur opnar sig um baneitraða, sterkkryddaða karlmennsku sína og Kristján Atli veltir fyrir sér minniháttar siðleysingjum. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað að venju.



Monday May 13, 2024
1.05 - Slaufun, dyraat, skemmtisiglingar og Lego-kubbar
Monday May 13, 2024
Monday May 13, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli gera heiðarlega tilraun til að komast til botns í umræðunni um slaufunarmenningu. Eyvindur færir rök fyrir því að skemmtiferðasiglingar séu frábær leið til að fara í frí á meðan Kristján segir frá baráttu sinni við hrekkjalóma. Loks rökræða þeir hvort danska fyrirtækið The Lego Group hafi svikið lit með nýrri stefnu í sölu Lego-kubba.



Monday May 06, 2024
Monday May 06, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli fara á dýptina og eru ósammála um hvort það sé jákvætt eða neikvætt hjá íþróttaliði að leitast við að niðurlægja andstæðinga sína. Þá velta þeir fyrir sér þróun aðlagana á tölvuleikjum, sem hafa stökkbreyst á síðustu árum. Þá ræða þeir skyldur sínar sem foreldri til að miðla eldri klassík til komandi kynslóða. Hljómsveitarnafn dagsins er einnig á sínum stað.



Monday Apr 29, 2024
Monday Apr 29, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli viðurkenna að þeir horfðu saman á Cats-myndina með skelfilegum afleiðingum. Þeir velta fyrir sér af hverju karlmenn mæti aldrei í barnaafmæli, agnúast út í fólk sem úthúðar öðru fólki opinberlega og ræða að lokum um nýyrði og þróun tungumáls. Þá varpa þeir ljósi á hljómsveitarnafn dagsins.








