Episodes
Episodes



Monday Oct 21, 2024
1.28 - Hrekkir, úrelt grín, barnaflytjendur og kosningar vestan hafs
Monday Oct 21, 2024
Monday Oct 21, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um grín sem eldist misfel og hrekki. Kristján spyr hvort fólk þurfi endilega að hlusta á börn flytja tónlist og svo kryfja þeir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Oct 14, 2024
1.27 - Hrekkjavaka og hrollvekjur
Monday Oct 14, 2024
Monday Oct 14, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli gera upp nýlegt spunaspil. Svo ræða þeir um komu hrekkjavökunnar til Íslands, áður en þeir hella sér í hrollvekjufræðin og velja tíu uppáhalds hryllingsmyndirnar sínar. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað og það er einnig af hrollvekjandi gerðinni.



Monday Oct 07, 2024
1.26 - Kaffihús, sakbitnar sælur, söguheimar annarra og sjálfsfróun
Monday Oct 07, 2024
Monday Oct 07, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli spyrja sig hvers vegna kaffihús eru svona heillandi. Eyvindur agnúast út í sakbitnar sælur. Svo ræða þeir um sagnaheima annarra höfunda og hvort það má brjóta reglur höfundanna eða ekki, áður en þeir velta fyrir sér sjálfsfróun og skömm tengdri kynlífsumræðu. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 30, 2024
1.25 - Stóri Dr. Phil þátturinn!
Monday Sep 30, 2024
Monday Sep 30, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða banaríska sjónvarpsmanninn Dr. Phil í þaula og fara yfir sína sögu af því að fylgjast með honum. Þá velta þeir einnig fyrir sér nýjum lærdómi sem breytir öllu og spyrja sig af hverju greinabókmenntir eru lægra skrifaðar en fagurbókmenntir. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 23, 2024
1.24 - Hlátur, lestur karlmanna, dagbækur og tæknibjartsýni
Monday Sep 23, 2024
Monday Sep 23, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli fara á dýptina um hlátur og velta fyrir sér breyttum lestrarvenjum karlmanna. Þá ræða þeir um dagbókarskrif og velta fyrir sér hvort ástæða sé til bölsýni eða bjartsýni þegar tækni og snjalltæki eru annars vegar. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 16, 2024
1.23 - Ferðasögur, spunaspil, samsæriskenningar og rassasafn
Monday Sep 16, 2024
Monday Sep 16, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli skiptast á ferðasögum frá meginlandi Evrópu. Þá fara þeir yfir nýlega reynslu sína af spunaspilum, velta fyrir sér hvort Ísland þurfi rassasafn og ræða ýmsar samsæriskenningar. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 09, 2024
1.22 - Ferðalög, bestu borgirnar, fólk sem hjálpast að og einmana karlmenn
Monday Sep 09, 2024
Monday Sep 09, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um fyrirhuguð ferðalög sín og velta fyrir sér bestu borgunum og bestu tegundum ferðalaga. Þá ræða þeir um samfélagsaðstoð og hjálpsemi og hversu hættulegir einmana karlmenn séu samfélaginu. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 02, 2024
1.21 - Langlífi og bláu svæðin, bílamenning og póker
Monday Sep 02, 2024
Monday Sep 02, 2024
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða langlífi og heilsu og þáttaröðina How To Live To 100 á Netflix, bílamenningu og samfélagsmikilvægi. Svo ræða þeir póker. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.








