Episodes
Episodes



Monday Sep 15, 2025
Monday Sep 15, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli velta fyrir sér dæmum um látlausa siðblindu áður en Eyvindur spyr sig hvort hægt sé að hafa of mikla samkennd. Þá ræða þeir bandaríska rithöfundinn Brandon Sanderson áður en þeir velja uppáhalds Nick Cave-lögin sín. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 08, 2025
Monday Sep 08, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um veikindi Kristjáns. Kristján segir frá tónleikum The Smashing Pumpkins í Laugardalshöll í ágúst og Eyvindur segir frá hjólatúr um Reykjanesið sem fór næstum því illa. Þá ræða þeir um skoðanaskipti og hvort skoðanir og rangfærslur séu það sama, áður en þeir hita upp fyrir nýhafið NFL-tímabil. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Aug 25, 2025
Monday Aug 25, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um menningarnótt og velta fyrir sér hvort tilhlökkun sé forsenda hamingju. Eyvindur segir Kristjáni frá ýmsum áhugaverðum staðreyndum sem hann hefur lært nýlega áður en þeir kveðja gítargoðið Brent Hinds og velta fyrir sér einhliða vináttu við frægt fólk. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Aug 18, 2025
Monday Aug 18, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða Misery eftir Stephen King og bera bókina saman við kvikmyndina. Þá ræða þeir um fantasíubókmenntir og velta fyrir sér hvers vegna bækurnar eru jafnan svona langar, áður en Kristján spyr Eyvind hvort hann þjáist af ofurhetjuþreytu. Eyvindur ræðir um The Biggest Loser og rifjar upp hvernig var að horfa á þá þætti upp úr aldamótum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Aug 04, 2025
Monday Aug 04, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um veðrið og Verslunarmannahelgina, svefnpoka og útihátíðir, áður en Eyvindur býsnast yfir ströngum lögum um dýrahald á Íslandi. Kristján veltir fyrir sér fasískum umræðuhöftum í garð Ísrael og loks ræða þeir um jarðarfarir og bestu jarðarfaralögin fyrir sig. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Jul 28, 2025
2.16 - Lundúnir, hundúnir, erfið list og nýju sterarnir
Monday Jul 28, 2025
Monday Jul 28, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um ferð þess fyrrnefnda til Lundúna og hvernig hún tengdist hundahaldi þeirra beggja. Þá veltir Kristján fyrir sér hvort erfið list sé að einhverju leyti betri en önnur list, á meðan Eyvindur segir frá nýjum uppgötvunum í lyfjum til vöðvauppbygginga. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Jun 30, 2025
2.15 - Hundar og menn, hvalreki, Charles Manson og F.A.T.A.L.
Monday Jun 30, 2025
Monday Jun 30, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um hundahald og samskipti mannfólks við ýmis dýr áður en þeir velta sögu Charles Manson fyrir sér og Kristján spyr hvenær orð bera ábyrgð. Eyvindur segir frá hörmulegu spunaspili og frábærum dómi um það. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.
Hér er hægt að lesa hreint út sagt frábæran dóm um lestarslysið sem er F.A.T.A.L. spunaspilið.



Monday Jun 16, 2025
2.14 - Sund í Salalaug, fasismi og hnefaleikar á Íslandi, topp 5 furðuheimar
Monday Jun 16, 2025
Monday Jun 16, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða meðal annars um afmælisskrúðgöngu Trump, normalíseringu fasisma á Íslandi, lögleiðingu hnefaleika og svikaraheilkenni í stútfullum þætti. Loks velja þeir uppáhalds furðuheimana sína. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.
Við minnum á vefsíðu þáttarins á slóðinni https://krummafotur.fm








