Episodes
Episodes



Tuesday Nov 25, 2025
Tuesday Nov 25, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli velta fyrir sér hvort miðjaðar kvikmyndakitlur séu komnar til að vera og hver myndi sigra í kapphlaupi með pylsuáti, Usain Bolt eða Joey Chestnut. Kristján veltir fyrir sér hvort gervigreind muni ógna rithöfundastéttinni á meðan Eyvindur undrast að Nicki Minaj hafi ávarpað þing Sameinuðu Þjóðanna. Eyvindur segir frá stórtíðindum í heimi tölvuleikja á meðan Kristján kvabbar yfir nýjustu bók Andra Snæs. Hljómsveitarnafn vikunnar er á sínum stað.



Monday Nov 17, 2025
2.29 - Frankenstein, fávitar, Skonrokk og draumarækt
Monday Nov 17, 2025
Monday Nov 17, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um nýútkomna stórmynd Guillermo del Toro um Frankenstein. Þá spyrja þeir sig hvenær sé rétt að kalla fólk fávita. Kristján segir frá rokkmessunni Skonrokk sem fór fram um helgina áður en Eyvindur veltir fyrir sér mikilvægi þess að láta verða af draumum sínum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Nov 10, 2025
Monday Nov 10, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um kjarnorkusprengjur, sölu björgunarsveita á neyðarköllum og hinn smánaða hlaðvarpara Dr Mike. Kristján segir Eyvindi frá aðdáun sinni á Dua Lipa og spyr hvers vegna það eru engir celebrity bókaklúbbar á Íslandi. Loks hita þeir upp fyrir hlustun á tónverkum Beck og velja uppáhalds 80s poppperlurnar sínar. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Nov 03, 2025
Monday Nov 03, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um fyrstu snjóviku komandi vetrar áður en þeir velta fyrir sér hvort streymisveiturnar hafi gengið of langt í ljósi nýlegra vinsælda ólöglegs niðurhals. Þá ræða þeir um þær hljómsveitir sem þeir hafa ofnæmi fyrir áður en þeir fara yfir feril Dr Hook og velja sín 5 uppáhalds lög hvor. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Oct 27, 2025
2.26 - Hrollvekjuþátturinn mikli
Monday Oct 27, 2025
Monday Oct 27, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða hrollvekjuna frá öllum mögulegum hliðum. Kristján spyr hvaða hefðir þeir hafa í kringum hrollvekjuna á meðan Eyvindur veltir fyrir sér hvers vegna við höfum svona mikinn áhuga á raðmorðingjum. Þá spyrja þeir sig hvað hræðir okkur og hvernig hrollvekjur birtast í tónlist og öðrum listgreinum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Oct 20, 2025
2.25 - Spánarregn, Tilly Norwood, friðarverðlaun Nóbels og hagvöxtur
Monday Oct 20, 2025
Monday Oct 20, 2025
Kristján Atli segir Eyvindi Karlssyni frá nýlegri Spánarferð sinni áður en þeir ræða hversu pólitísk friðarverðlaun Nóbels séu og hvort Tilly Norwood og aðrar AI "leikkonur" boði hrun leikarastéttarinnar. Þá spyr Eyvindur hvort hagvöxtur sé ofmetinn í nútímasamfélagi. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað að venju.



Monday Oct 06, 2025
2.24 - Svefnvenjur, fyrirferð stjórnmála, Charlie Sheen og Dr Hook
Monday Oct 06, 2025
Monday Oct 06, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli velta fyrir sér rútínu í kringum svefn og hvernig þeir vakna á morgnana, áður en Kristján spyr hvort stjórnmál séu of fyrirferðarmikil í daglegu lífi Íslendinga. Þá ræða þeir nýlega heimildarþætti um Charlie Sheen á Netflix áður en Eyvindur segir Kristjáni frá hljómsveitinni Dr Hook. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.



Monday Sep 29, 2025
2.23 - The Long Walk og The Life of Chuck
Monday Sep 29, 2025
Monday Sep 29, 2025
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli taka fyrir tvær nýlegar kvikmyndaaðlaganir á sögum Stephen King, The Long Walk í leikstjórn Francis Lawrence og The Life of Chuck í leikstjórn Mike Flanagan. Þá róa þeir á dýptina með kvikmyndir og sjónvarpsþætti Flanagan. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.








